Óskarsverðlaunin voru afhent í 87. sinn í Hollywood í nótt. Leikarinn Neil Patrick Harris var kynnir hátíðarinnar og þótti hann standa sig ágætlega.
Sigurvegari kvöldsins var kvikmynd Alejandro González Iñárritu, Birdman, en hún vann m.a. verðlaun sem besta myndin, besta handritið og besta leikstjórn.
The Grand Budapest Hotel vann fern verðlaun á hátíðinni, þar á meðal fyrir bestu búninga og förðun.
J.K. Simmons hlaut fyrstu verðlaunin á hátíðinni fyrir leik sinn í kvikmyndinni Whiplash. Kvikmyndatökumaður myndarinnar, Emmanuel Lubezki, hlaut einnig verðlaun fyrir starf sitt í myndinni og vann hann einnig sömu verðlaun í fyrra fyrir kvikmyndina Gravity.
Íslenska tónskáldið Jóhann Jóhannsson beið lægri hlut gegn tónskáldi The Grand Budapest Hotel, Alexandre Desplat, fyrir bestu frumsömdu tónlistina, en Jóhann er sjötti Íslendingurinn sem hlýtur tilnefningu til Óskarsverðlaunanna.
Hér að neðan má sjá yfirlit yfir vinningshafa kvöldsins.
Besta myndin
Birdman
Besta leikkona í aðalhlutverki
Julianne Moore, Still Alice
Besti leikari í aðalhlutverki
Eddie Redmayne, The Theory of Everything.
Besti leikstjóri
Alejandro González Iñárittu, Birdman
Besti leikari í aukahlutverki
J.K Simmons, Whiplash
Besta leikkona í aukahlutverki
Patricia Arquette, Boyhood
Besta búningahönnun
Milena Canonero, The Grand Budapest Hotel.
Besta hár og förðun
Frances Hannon og Mark Coulier, The Grand Budapest Hotel.
Besta teiknimynd
Big Hero 6
Besta klipping
Tom Cross, Whiplash
Besta tónlist
Alexandre Desplat, The Grand Budapest Hotel
Besta kvikmyndataka
Emmanuel Lubezki, Whiplash
Besta heimildarmynd
Citizen Four
Besta lag
Glory úr kvikmyndinni Selma
Besta erlenda mynd
Ida, Pólland
Besta leikna stuttmynd
The Phone Call
Besta stuttmynd, heimildarmynd
Crisis Hotline
Besta stuttmynd, teiknimynd
Feast
Bestu tæknibrellur
Interstellar
Besta hljóðblöndun
Craig Mann, Ben Wilkins og Thomas Curley, Whiplash
Besta hljóðvinnsla
Alan Robert Murray og Bub Ashman, American Sniper
Besta framleiðsla
Grand Budapest Hotel
Besta frumsamda handrit
Birdman
Besta handrit byggt á áður útgefnu efni
The Imitation Game