The Revenant: Ný stikla og myndir!

Ný stikla og nýjar ljósmyndir úr The Revenant eru komnar á netið þar sem fúlskeggjaður Leonardo DiCaprio er í forgrunninum. Leikstjóri er Alejandro González Iñárritu sem vann Óskarsverðlaunin fyrir Birdman fyrr á árinu.  Mikil eftirvænting ríkir eftir The Revenant og spá henni margir góðs gengis á næstu Óskarsverðlaunum. Auk DiCaprio leikur Tom Hardy í myndinni en þeir […]

Fúlskeggjaður DiCaprio í nýrri stiklu

Fyrsta stiklan úr The Revenant með Leonardo DiCaprio í aðalhlutverki er komin út.  Myndin er sú nýjasta frá mexíkóska leikstjóranum Alejandro Gonzalez Inarritu sem vann Óskarinn fyrr á árinu fyrir Birdman. Við myndatökurnar notaði hann eingöngu náttúrulega lýsingu. Hinn fúlskeggjaði DiCaprio hefur í mörg horn að líta í sýnishorninu, auk þess sem Tom Hardy kemur […]

Birdman besta myndin

Óskarsverðlaunin voru afhent í 87. sinn í Hollywood í nótt. Leikarinn Neil Patrick Harris var kynnir hátíðarinnar og þótti hann standa sig ágætlega. Sigurvegari kvöldsins var kvikmynd Alejandro González Iñárritu, Birdman, en hún vann m.a. verðlaun sem besta myndin, besta handritið og besta leikstjórn. The Grand Budapest Hotel vann fern verðlaun á hátíðinni, þar á meðal fyrir […]

Inarritu verðlaunaður af jafningjum

Verðlaunahátíð samtaka leikstjóra í Bandaríkjunum (DGA) fór fram í gærkvöldi. Þar var hinn mexíkóski Alejandro Gonzalez Inarritu verðlaunaður fyrir framúrskarandi leikstjórn á kvikmyndinni Birdman, sem er nú til sýninga á Íslandi. Verðlaunin eru þekkt fyrir það að gefa góða vísbendingu um hver vinnur sömu verðlaun á óskarnum. “Ég bjóst alls ekki við því að vera hérna […]

Keaton er Fuglamaðurinn

Fyrsta stiklan úr nýjustu kvikmynd leikstjórans Gonzalez Innaritu, sem ber heitið Birdman, var sýnd fyrir skemmstu. Hér er um kolsvarta gamanmynd að ræða sem fjallar um fyrrum leikara sem setur upp leiksýningu á Broadway en lendir svo í erfiðleikum þegar aðalleikari í leiksýningunni, vill fara sínar eigin egósentrísku leiðir. Það er enginn annar en Michael […]

Keaton með kvalalosta

Hinn geðþekki leikari Michael Keaton hefur ekki verið mjög áberandi upp á síðkastið, en Keaton var einn vinsælasti leikarinn í Hollywood á sínum tíma og lék meðal annars sjálfan Batman og hinn léttklikkaða Beetlejuice, svo aðeins tvær af þekktum persónum Keatons séu nefndar. Keaton virðist vera að koma til baka af krafti inn í kvikmyndirnar […]