BíóTal vikunnar: Sweeney Todd, Darjeeling, Charlie

Tommi og Sindri hafa fundið nafn á þáttinn sinn og hann heitir upp frá þessu BíóTal og verður kynntur þannig í hvert skipti sem hann kemur út.

Í nýjasta þættinum tala þeir um dauða Heath Ledgers og finna leið til að horfa á Brokeback Mountain án þess að það sé gay.

Myndirnar sem þeir gagnrýna(í réttri röð) eru The Darjeeling Limited, Charlie Wilson´s War og Sweeney Todd: The Demon Barber of Fleet Street

The Darjeeling Limited fær fínustu dóma, myndin einkennist af stíl Andersons og er borin uppi af aðalleikurum sem standa sig allir með prýði. Þrátt fyrir þetta er handritið ekki eins gott og myndin er þarafleiðandi ekkert rosalega minnisstæð. 3 stjörnur.

Charlie Wilson´s War er sögð góð en ofmetin, hálfskemmtileg pólitísk mynd með skemmtilegum karakterum. Myndin er vel skrifuð sem er aðalkostur myndarinnar, með góðar samtalssenur og er frekar stutt og alveg á fullu allan tíman og verður því að teljast ágætis skemmtun. Rétt skríður í 3 stjörnur.

Sweeney Todd: The Demon Barber of Fleet Street er ekki besta mynd Tim Burtons en klárlega sú myrkasta sem hann hefur gert í langan tíma sem er mjög sérstakt fyrir söngleik. Johnny Depp stelur senunni með fínum leik. Myndin varð þó alltaf óáhugaverðari og óáhugaverðari eftir því sem hún einbeitti sér lengra frá Johnny Depp og Helenu Bonham Carter og því sem var að gerast í kringum þau. Rosalega sérstök og ekki mynd fyrir alla þar sem þetta er náttúrulega söngleikur. Þetta er hins vegar klárlega ein af bestu myndum ársins 2007. 3 stjörnur

Við vekjum athygli á því að Sweeney Todd er frumsýnd 1.febrúar, eða á morgun, og því er um að gera að horfa á þáttinn áður til að sjá álit þeirra bakkabræðra á myndinni.