Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Darjeeling Limited 2007

Frumsýnd: 25. janúar 2008

91 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 69% Critics
The Movies database einkunn 67
/100

Ári eftir að faðir þeirra deyr af slysförum þá hittast þrír bræður, sem hver og einn þjáist af þunglyndi, og fara í lestarferð yfir Indland þvert og endilangt. Francis, sá elsti, skipulagði ferðina. Bræðurnir rífast, pirrast, hata hvern annan, og slást. Sá yngsti Jack, sem er hættur með kærustunni, laðast að stúlku sem vinnur í lestinni. Ófrísk... Lesa meira

Ári eftir að faðir þeirra deyr af slysförum þá hittast þrír bræður, sem hver og einn þjáist af þunglyndi, og fara í lestarferð yfir Indland þvert og endilangt. Francis, sá elsti, skipulagði ferðina. Bræðurnir rífast, pirrast, hata hvern annan, og slást. Sá yngsti Jack, sem er hættur með kærustunni, laðast að stúlku sem vinnur í lestinni. Ófrísk eiginkona Peter er heima, og hann kaupir eitraðan snák. Eftir nokkra daga þá segir Francis þeim hvert ferðinni er heitið. Í þessum ókunnu aðstæðum, munu bræðurnir geta leyst úr sínum málum? Jarðarför, hugleiðsla, og trúarathöfn á fjalli koma við sögu. ... minna

Aðalleikarar

Ekki annað hægt en að fíla Wes Anderson
Eftir að hafa fílað Royal Tenenbaums í mörg ár ákvað ég að horfa á önnur verk eftir Wes Anderson og varð Darjeeling Limited fyrir valinu.
Darjeeling Limited fjallar um bræðurna Francis, Peter og Jack. Þeir halda í lestarferðalag um Indland á Darjeeling Limited lestinni eftir að hafa ekki talað saman í heilt ár. Þeir fara um Indland í lestinni, en Francis elsti bróðirinn er búinn að skipuleggja allt "andlega ferðalagið" þeirra. Ferðin fer samt ekki eftir áætlun, bræðurnir lenda í alls kyns ævintýrum og reyna að finna sig í leiðinni.

Myndin er yndisleg, tónlistin er frábær, kvikmyndatakan gullfalleg. Ég mæli hiklaust með að fólk nái sér í eintak af soundtrack myndarinnar. Owen Wilson, Adrien Brody og Jason Schwartzman standa sig allir vel í hlutverkum sínum og eftir því sem bræðraböndin styrkjast verða þeir trúverðugri bræður. Bill Murray sem birtist oftast í myndum Wes Anderson á einnig skemmtilegt cameo.

Ég mæli með að fólk kíki á stuttmyndina á undan myndinni því hún útskýrir sálarflækju yngsta bróðursins Jack.
Þessi mynd er frá græna ljósinu og því óhefðbundin en ég mæli með henni fyrir aðdáendur leikstjórans og fyrir þá sem vilja sjá eitthvað nýtt og öðruvísi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

The Darjeeling Limited er lest í Indlandi. Á þessari lest hittast 3 bræður og fara í dularfullt ferðalag. Hvert ferðinni er heitið kemur ekki strax í ljós en það er fyrst og fremst ferðin sem skiptir máli. Eins og allar Wes Anderson myndir eru margir óvenjulegar persónur og mörg sérkennileg augnablik. Það virðast líka alltaf vera sömu leikarar í þessum myndum Anderson eins og Owen Wilson, Jason Schwartzman og Anjelica Huston. Reyndar bætist Adrian Brodie við í þetta skiptið.

Ég hef haft gaman af öllum myndum Anderson og þessi er ekki undantekning þar á. Hann er einn af þessum leikstjórum sem er með svo sérstakan stíl að hann setur skýran stimpil á sínar myndir þannig að maður þekkir þær undir eins. Allar myndirnar hans fjalla einhverskonar samskiptavandamál. Spurning hvort að hann sé fastur í þessu formi. Ef svo er þá er allavega betra að vera fastur í einhverju sem er gott en einhverju sem er lélegt.

Anderson gerði stuttmynd sem heitir Hotel Chevalier sem er einskonar formála fyrir þessa mynd. Það er hægt að horfa á hana á YouTube.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ofmetin
Ég er maður sem hef alltaf fílað þennan einstaka stíl sem Wes Anderson hefur náð að búa sér til og ber því gríðarlega mikla virðingu fyrir honum sem kvikmyndagerðarmanni. í þessari nýjustu mynd hans finnst mér hann þó koma sér í bobba.

Myndirnar byggjast á rosalegri stílvinnu og felst hrifning mín fyrst og fremst í því hvernig hann nær að búa til nálægð við persónurnar án þess þó að láta þær sýna nokkur svipbrögð alveg út allar myndina. Í Darjeeling Limited finnst mér hann þó hafa púllað Quentin Tarantino á okkur, þ.e. að glepjast svo mikið af eigin snilld og finnst að hann geti nú gert allt. Tarantino gerði þetta með Death Proof þar sem hans helsti styrkur, þessi einstöku samtöl í myndunum hans, floppuðu stórlega. Hér gerir Anderson það sama, þ.e. hann treystir á það að stíllinn einn reddi sér úr hvaða aðstæðum sem er og heldur að hún leyni því að myndin er í raun mjög óáhugaverð að mínu mati, langdregin og leiðinleg. Hins vegar hefur mér alltaf fundist myndirnar hans verða betri með hverju áhorfinu, en þetta er fyrst og fremst mitt fyrsta álit.

Anderson býr til flott umhverfi og allir leikararnir standa sig vel þrátt fyrir að mér finnst verið hægt að finna einhvern heppilegri en Adrien Brody í hlutverk sitt og Anjelica Huston er fokkin léleg í sínu stutta hlutverki! Persónuþróun karakteranna er greinileg og viss örvænting hvílir yfir myndinni frá upphafi til enda.

Vandamál persónanna í myndinni má rekja til þess þegar þeir voru krakkar, Owen Wilson líkist mömmu sinni í einu og öllu einkum vegna þess að hann hefur litið rosalega upp til hennar allt sitt líf og er elstur og þar sem hún sýnir móðurhlutverk sitt í æsku þá hefur hann reynt að sjá um bræður sína með þeim hætti. Brody hefur fundist hann vera yfirgefinn af móður sinni þar sem hún var aldrei til staðar í æsku og því hefur hann einkum hænst af föður sínum í gegnum tíðina. Schwartzman ber litla virðingu fyrir konum og má rekja þá vanvirðingu til sambands hans við móður sína. Anderson tengir einnig trú og menningu vel við ferðalag aðalleikaranna og það má að mörgu leyti líkja þessari mynd við vegamynd. Þetta er, held ég, í fyrsta sinn sem ég sé indverja ekki leika leigubílstjóra eða kynlífsgúru (sbr. The Guru með Heather Graham sem var ömurleg) og þar sem Bandaríkjamenn actually bera virðingu fyrir menningu þeirra.

Í heildina litið þá hefur Anderson tekist ágætlega vel með þessa mynd, það er hægt að hafa sæmilega gaman af henni. Kannski hef ég aldrei náð að koma mér fyllilega inní þetta genre og en mér finnst ég þó skilja þær leiðir sem hann kemur myndinni á leiðarenda og finnst það ansi töff, en það er bara ekki nóg fyrir mig. Það er þó ljóst að þessi mynd skilur aðdaendurna alls ekki eftir ósátta, hún mun uppfylla þeirra helstu væntingar. Fyrir hina þá mæli ég eindregið með því að þið kíkjið á hana, en ekki með of miklum væntingum.

Atriði til að taka eftir: Schwartzman er ekki í skóm mestalla myndina og hakakrossinn(trúartákn indverja) þegar bræðurnir labba að klaustri.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Önnur perla
Á sínum tíma þegar The Royal Tenenbaums var frumsýnd 
 hér á landi, varð ég strax mjög heillaður af Wes Anderson 
 og hans skemmtilega og einstaka stíl.  Eftir að hafa svo sé tvær eldri myndir hans, Bottle Rocket, Rushmore varð það mér ljóst að hér væri á ferðinni brjálað talent!  Árið 2004, ef ég man rétt, bætti hann svo einni perlunni við, The Life Aqautic....  Því var ég satt að segja hálf stressaður að sjá þessa nýju mynd hans - miklar væntingar gerðar af minni hálfu.

The Darjeeling Limited fjallar um þrjá bræður sem fara saman í lestarferðalag um Indland - ári eftir dauða föður þeirra, enn að syrgja hann og auk þess með fleiri beinagrindar í sínum skápum, m.a. hræðilegt slys, sambandsslit tilvonandi föðurhlutverk.  Ferðin er því ætluð til að bæta stirt samband þeirra þriggja og finna sig upp á nýtt á hinu svo mjög andlega Indland - með hjálp læknadóps og tóbaks.  Ekki vil ég nú spilla fyrir fólki með að fara nánar út í söguþráðinn en má segja að margt gengur ekki eins og ætlast er til og ferðin flækist utan þeirra áfangastaða en upphaflega átti að fara til.

Wes Anderson er búinn að skapa sér mjög sterkan og einkennandi stíl, og myndir hans virðast alltaf standa út úr á eitthvern hátt. Sennilega má þó setja þær í flokk með myndum sem sumir vilja kalla The Quirky New Wave  (sjá grein hér;).  Kvikmyndalegaséð leyfir hann sér ótrúlegustu hluti og nær að gera þá flotta; zooma, færa myndavél frá vinstri til hægri og svo til baka aftur, nýta sér stuttar klippingar, stöðugt setja senur í slow motion o.s.f.v.  Þó svo að umfjöllurnarefnin séu ólík, þá liggur alltaf þessi háðslegi tónn undir; að draga upp þetta bitra, skrítna, þunglynda, breiska og ljóta í manninum - sem virðist í fyrstu sprenghlægilegt en er það svo ekki þegar hugsað er frekar um það.  Persónurnar hans er alveg yndislegar, í raun frekar hálfgerðir trúðar og furðufuglar en manneskjur, en ávallt notaðar í þeim tilgangi að sýna hvað manneskjan getur bæði verið falleg og ljót.  

Wes er einn af þessum leikstjórum sem kemur náið að öllum hlutum framleiðslunar, svipað og Tarantino og Coen-bræðurnir; hann skrifar handritin, sér til þess að sviðsmyndirnar grípi réttan anda með æðislegum og díteiluðum sviðsmyndum,  velur tónlist, búninga, hjálpar til við kvikmyndatöku og klippingu o.s.f.v. - og allt þetta gefur myndum hans einstakan blæ,  eða stemningu sem einkenna alla myndina - skilja eftir þetta litla skrítna bros á vörum manns.  Það er margt sem draga má fram sem gerir stíl hans svona einstakan og skemmtilegan - t.d. sú staðreynd að allar myndirnar hans eru teknar upp í öfgafullur wide-screen ef svo má segja.  Þetta á allt saman við The Darjeeling Limited og gerir hana svona frábæra.  

Hvað leik varðar eru svosem engir stórkostlegir sigar unnir, þar sem húmorinn er alveg dead pan og allir virðast létt þunglyndir og óánægðir.  Helst væri að nefna Jason Schwartzman í hlutverki Jack, yngsta bróðursins.  Þess má geta að hann kemur fyrir í stuttmynd sem sýnd er á undan sjálfri myndinni og fjallar um heimsókn fyrirverandi kærustu Jacks, til hans á hótelherbergi í París - einskonar inngangur sem grípur sérstaklega vel sambönd og sambandsslit.

Ég mæli eindregið með að fólk drífi sig á myndina, því það yndislegt að lenda á ahugaverðum myndum sem koma frá Hollywood.  Ekki get ég þó lofað að allir skemmti sér konunglega þó svo að Owen Wilson sé í myndinni, þar sem húmorinn er fremur súr og sérviskulegur.  En hér er vissulega á ferðinni frábærlega frumleg og vel unnin mynd, byggð á sterku handriti, og unaðslega skreytt með flottum sviðsmyndum og góðri tónlist.  Skipar sér vel í hóp með fyrri myndum Wes.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

14.04.2014

The Grand Budapest Hotel aðsóknarmesta kvikmynd Anderson

Nýjasta kvikmynd leikstjórans Wes Anderson, The Grand Budapest Hotel, hefur nú þénað yfir 100 milljónir Bandaríkjadala á heimsvísu og er nú aðsóknarmesta kvikmynd Anderson til þessa. Það vekur athygli að meirihluti aðsóknar...

14.03.2013

Tvær stuttar - Hotel Chevalier & Doodlebug

Tvær stuttar er nýr liður hjá okkur og kynnum við tvær ólíkar stuttmyndir í hverri viku fyrir lesendum. Við byrjum á að sýna ykkur nýlega stuttmynd eftir Wes Anderson og eina gamla stuttmynd eftir Christopher Nolan. ...

12.12.2009

Tían: Vanmetnustu myndir áratugarins

Topplistar eru alls staðar núna á helstu kvikmyndasíðum og þeim fer hiklaust fjölgangi á næstu vikum. Ég vil helst bíða með það að telja upp bestu myndir ársins '09 þangað til í janúar. Í staðinn finn ég eitthvað...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn