Gagnrýnendaþátturinn okkar Bíótal er snúinn aftur úr sumarfríi með látum og lætur okkur fá þrjá ferska dóma fyrir myndirnar Hellboy II: The Golden Army, Mamma Mia og síðast en ekki síst The Dark Knight sem Kvikmyndir.is forsýndi síðastliðinn mánudag.
Fyrir þá sem ekki vita þá er Bíótal þáttur sem gagnrýnir heitustu myndirnar í bíó hverju sinni, en það eru þeir Tómas Valgeirsson og Sindri Gretarsson sem eru umsjónarmenn þáttarins, en þeir eru ansi hátt skrifaðir á gagnrýnendalistanum okkar.
Gagnrýnirnar má, eins og alltaf nálgast á heimasíðu Bíótals – http://www.kvikmyndir.is/biotal (von bráðar), sem og á undirsíðu þessara þriggja mynda sem um ræðir. Til að hafa þetta eins þægilegt og hægt er þá setjum við dómana einnig á YouTube hverju sinni, og því læt ég rýnirnar fylgja þessari frétt hér fyrir neðan.

