Bíógróðinn tekur stökk þessa helgi…

Venjan í kvikmyndaheiminum er sú að bíógróðinn er yfirleitt lægstur á þessum tíma árs (september mánuðina), t.d þá var 3:10 to Yuma frumsýnd fyrir ári síðan og almennu bíótekjurnar duttu niður talsvert.  Þessa helgi í Bandaríkjunum voru meðal annars frumsýndar nýja Coen myndin Burn After Reading og Pacino/De Niro löggumyndin Righteous Kill og bíótekjurnar risu um 34% miðað við sömu vikur seinustu árin.  Þessi árangur kom kvikmyndafyrirtækjunum vel á óvart, Burn After Reading var í fyrsta sæti og græddi kringum 19,4 milljón dali en Righteous Kill lenti í þriðja sæti með 16,5 milljón dali.

Listann yfir tekjuhæstu myndirnar um helgina í Bandaríkjunum má nálgast með því að smella hér (skrolla niður).

Mitt álit:

Frægð Coen bræðranna jókst gífurlega með óskarsverðlaunamyndinni No Country For Old Men, ég virðist vera einn af fáum sem finnst hún vera ofmetin.  Burtséð frá því þá er það augljóst að almenningur er byrjaður að taka eftir myndunum þeirra aftur.  Pacino og De Niro eru yfirleitt peningaryksugur þegar að bíótekjum kemur, og að hafa þá saman í aðalhlutverkum er merki um ágætan gróða, svo það kemur varla á óvart.