Bill Murray í City of Ember

Bill Murray hefur verið fenginn til að leika í myndinni City of Ember. Það er Gil Kenan sem leikstýrir myndinni en hann hefur áður leikstýrt myndinni Monster House.

Myndin verður byggð á bók eftir Jeanne Duprau, en hún hefur þegar skrifað þrjár bækur um borgina Ember og fólkið sem þar býr. Fyrsta bókin fjallar um þá miklu krísu sem hellist yfir borgarbúa þegar lamparnir sem lýsa borgina byrja að flökta vegna þess að rafalarnir eru að gefa sig. Það fellur í skaut tveggja unglinga að leita sannleikans um tilurð borgarinnar svo hægt sé að hjálpa borgarbúum að flýja áður en ljóstýran deyr út.

Murray mun taka að sér hlutverk borgarstjórans, en hann ku vera ansi skrautlegur karakter. Saoirse Ronan leikur annan unglinginn og Toby Jones verður Barton Snode, hægri hönd borgarstjórans.