Big Lebowski Fest tileinkuð Hoffman

Árlega hittast aðdáendur hinnar sívinsælu myndar, The Big Lebowski, á Íslandi til þess að dást að myndinni og styrkja vinabönd á milli aðdáenda. Margir hverjir mæta í sloppum til heiðurs persónunni „The Dude“ og sumir hverjir mæta með klút á hausnum líkt og persónan Walter Sobchack.

MCDBILE EC009

Í þetta sinn verður þó hátíðin tileinkuð leikaranum Philip Seymour Hoffman, sem dó fyrir aldur fram á árinu, og muna margir eftir honum í hlutverki einkaþjóns hins ríka og volduga Jeffrey Lebowski í myndinni góðu.

Líkt og áður er haldin búningakeppni, spurningakeppni, keilukeppni og horft á myndina. Glæsileg verðlaun í öllum keppnum. Fjölmörg verðlaun verða veitt, m.a. fyrir fyrstu 5 sætin í búningakeppni, fyrstu 3 sætin í spurningakeppni, fyrstu 3 sætin í keilu, ásamt sérstökum heiðursverðlaunum.

Hin árlega Big Lebowski Fest verður haldin í 8. sinn þann 5. apríl næstkomandi í Keiluhöllinni, Öskjuhlíð. Hér má sjá dagskrá hátíðarinnar.