The Hollywood Reporter tók viðtal við Quentin Tarantino fyrir stuttu og skaut inn spurningunni hvaða myndir væru þær bestu sem hann hafði séð á þessu ári sem bráðum fer að líða.
Tarantino kom snöggur með 8 myndir sem stóðu upp úr en hann tók þó sérstaklega fram að hann ætti eftir að sjá The Lovely Bones, Invictus og Avatar. Einnig sagðist hann ætla að kíkja aftur á District 9 m.a., þannig að listinn er ekki „tilbúinn,“ ef svo má orða það, en fólk fær tilfinningu fyrir því hvað hann var mest hrifinn af hingað til.
Hér er allavega listinn eins og hann er núna:
1. STAR TREK (Leikstj. JJ Abrams)
2. DRAG ME TO HELL (Sam Raimi)
3. FUNNY PEOPLE (Judd Apatow)
4. UP IN THE AIR (Jason Reitman)
5. CHOCOLATE (Prachya Pinkaew)
6. OBSERVE & REPORT (Jody Hill)
7. PRECIOUS (Lee Daniels)
8. AN EDUCATION (Lone Scherfig)
Hefst þá umræðan sem beinist að því hvort menn séu sammála listanum eða ekki. Hvað segið þið?

