Batman v Superman frumsýnd fyrr

batmanOfurhetjumyndin Batman v Superman: Dawn of Justice verður frumsýnd fyrr en áætlað var. Til stóð að frumsýna myndina þann 6. maí, 2016 en vegna áreksturs við þriðju myndina um Kaptein Ameríku þá verður myndinni flýtt um tæpar sex vikur, eða þann 25. mars, 2016.

Þetta er í annað sinn sem frumsýningardegi hefur verið breytt en í fyrstu átti myndin að vera frumsýnd næsta sumar, því var þó breytt eftir að miklar breytingar urðu á handriti myndarinnar.

Með aðalhlutverk í myndinni fara þau Ben Affleck, Henry Cavill og Gal Gadot, en Zack Snyder leikstýrir. Nafnið gefur að kynna upphafið af ofurhetjuteyminu Justice League, sem er eitt vinsælasta og stærsta ofurhetjulið sem þekkst hefur, en í röðum þeirra eru Batman, Superman, Wonder Woman, Green Lantern, The Flash og fleiri.