Bateman og Kidman í gjörningalist

jason batemanHorrible Bosses leikarinn Jason Bateman, sem nýverið leikstýrði sinni fyrstu mynd, Bad Words, mun næst leikstýra Nicole Kidman í The Family Fang.

Um er að ræða kvikmyndagerð á bók Kevin Wilson með sama nafni. Bateman mun sjálfur leika aðal karlhlutverkið í myndinni.

The Family Fang fjallar um hjón sem eru bæði gjörningalistamenn og fá börnin sín reglulega með sér til að taka þátt í furðulegum uppákomum.  Þegar börnin, sem nú eru orðin fullorðin, snúa heim og eiga í vandræðum, þá eru þó óafvitandi fengin til að taka þátt í djörfum og dularfullum gjörningi foreldra sinna.