Barnabarn Elvis í Mad Max?

Riley Keough, 21 árs gamalt barnabarn rokkkóngsins Elvis Presley, á nú í viðræðum við framleiðendur fjórðu Mad Max myndarinnar, um hlutverk í myndinni. Riley er dóttir Lisu Marie Presley, sem er dóttir Elvis Presley og Priscillu Presley, og Danny Keough, leikara og tónlistarmanns.

Myndin á að heita Fury Road og engar upplýsingar liggja fyrir um söguþráðinn. Myndin á þó að vera framhald þriðju myndarinnar, Mad Max Beyond Thunderdome, frá 1985

Þetta þýðir að Mad Max verður tiltölulega ungur og leikinn af Tom Hardy, sem sást síðast í Inception.

Keough mun ef samninganar nást, leika eina af fimm eiginkonum, sem er hópur kvenna sem Mad Max þarf að vernda fyrir vondu köllunum.

Zoe Kravitz ( dóttir Lenny Kravitz ), Teresa Palmer og Adelaide Clemens leika þrjár af hinum eiginkonunum. Charlize Theron og Nicholas Hoult eru einnig nefnd sem leikarar í myndinni. Tökur eiga að byrja snemma á næsta ári.

Keough, sem hóf fyrirsætuferil 14 ára gömul, þreytti frumraun sína í bíómyndum í myndinni Runaways, sem frumsýnd var í ár. Hún hefur síðan þá leikið í tveimur myndum, The Good Doctor með Orlando Bloom og í Jack and Diane, sem er varúlfa rómans, með lesbískum undirtóni, en í myndinni leikur einnig meðal annarra Kylie Minogue. Báðar þessar myndir verða frumsýndar á næsta ári.