Bangsinn beint á toppinn

Krúttlegi bangsinn Paddington, í kvikmyndinni Paddington í Perú, fór beint á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um síðustu helgi en rúmlega fjögur þúsund manns mættu í bíó og tekjur voru 6,3 milljónir.

Toppmynd síðustu þriggja vikna þar á undan, Sonic the Hedgehog 3, þurfti að sætta sig við annað sætið og íslenska gamanmyndin Guðaveigar fór niður í það þriðja.

Wolf Man í sjötta

Varúlfamyndin Wolf Man fór ný á lista beint í sjötta sætið.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: