Hér að neðan er plakatið fyrir mynd leikstjórans Werner Herzogs, Bad Lieutenant: Port of Call New Orleans, sem verður frumsýnd í dag, 4. september á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum, en plakatið var frumsýnt á Netinu í dag.
Aðalhlutverk í myndinni leika þau Nicolas Cage, Eva Mendes, Val Kilmer, og Alvin „Xzibit“
Joiner. Þetta er dramatísk glæpamynd, og verður frumsýnd í kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum þann 20. nóvember nk.
Í myndinni leikur Cage spilltan leynilögreglumann sem elskar fátt meira en vinnuna og eiturlyf. Hann notar lögregluskjöldinn og byssuna ótæpilega til að fá það sem hann þarfnast. Sögusvið myndarinnar er New Orleans eftir fellibylinn Katrina. Það sem flækir enn tilveru hans er kærastan, Eva Mendes, sem er gleðikona en saman sogast þau inn í ýmsar misjafnar aðstæður.


