Margir hörðustu aðdáendur myndasögunnar/tölvuleikjanna Alien Vs. Predator hafa orðið yfir sig svekktir yfir dreifingu myndarinnar í Bandaríkjunum. Ástæðan er náttúrlega meginlega drifin af þeirri hugmynd að ákveðið var að klippa hana niður aðeins 3 vikur fyrir frumsýningu, og þar hrapaði hún úr R-aldursmerkinu (Restricted – sem þýðir einfaldlega að viðkomandi mynd sé bönnuð innan 17 ára) yfir í PG-13 (segir sig sjálft). Margir kenndu leikstjóranum Paul Anderson (alls ekki rugla þessum saman við Paul Thomas Anderson – leikstjóra Magnolia) um þessi ósköp, en samkvæmt nýlegu viðtali segist hann lítið hafa við þessu gert. Hann segist vera sjálfur móðgaður yfir hvernig myndin var gefin út. “Öll bestu atriðin voru sleppt,“ orðaði hann og segir að jafnvel nokkur sub-plot (minniháttar aukasöguþræðir) voru tekin út. En ástæðan fyrir því að myndin þurfti að fá þessa meðhöndlun var sú að tæknibrelludeildinni tókst ekki að fullklára verk sitt þegar myndin fór í dreifingu, svo að það náði ekki lengra.
En fólk þarf ekki að örvænta lengur, þar sem ákveðið hefur verið að gefa út Director’s Cut útgáfu þar sem fullkláraða, harðbannaða, ofbeldisfulla og slímuga útgáfa þessarar myndar fær að njóta sín eins og Anderson upphaflega vildi. Dagsetning er að sjálfsögðu ekki staðfest, enda myndin bara nýkomin í bíó þarna úti og mun rata sér leið hingað á klakann í byrjun september mánaðar.

