Avengers stikla slær öll met

Fyrsta sýnishornið úr Marvel ofurhetjumyndinni Avengers: Age of Ultron, sem frumsýnt var í vikunni, sló áhorfsmet yfir mest skoðuðu stiklu á fyrsta sólahring eftir frumsýningu. Horft var á stikluna 34,3 milljón sinnum á fyrstu 24 tímunum eftir að hún var frumsýnd, og sló hún þar með rækilega fyrra met sem var í eigu stiklunnar úr Iron Man 3, en horft var á þá stiklu 20 milljón sinnum á fyrsta sólarhingnum eftir að hún var frumsýnd á sínum tíma.

avengers-age-of-ultron-141021.-618x400

Avengers stiklunni var lekið á netið sl. þriðjudag, en Disney sendi út opinbera útgáfu í kjölfarið, ásamt plakati, sem má sjá hér fyrir neðan:

avengers-2-poster

Aðalleikarar myndarinnar eru Robert Downey Jr., Chris Evans, Chris Hemsworth, Scarlett Johansson og Mark Ruffalo og leikstjóri er Joss Whedon.

Von er á nýrri stiklu úr myndinni þann 4. nóvember nk., en myndin sjálf er ekki væntanleg í bíó fyrr en 1. maí nk.

Kíktu á stikluna hér fyrir neðan: