Avatar: The Way of Water með risa frumsýningarhelgi

Það ætti ekki að koma neinum á óvart en mynd James Cameron: Avatar: The Way of Water var langvinsælasta kvikmyndin í bíóhúsum landsins nú um helgina. Hátt í níu þúsund manns mættu til að berja þetta mikla sjónarspil augum. Aðgangseyrir nam hátt í sautján milljónum króna en myndin var sýnd í tuttugu sölum um helgina.

Í Bandaríkjunum átti myndin líka góðu gengi að fagna en tekjur af sýningum þar í landi námu 134 milljónum Bandaríkjadala. Það þýðir að myndin var með 74% meiri tekjur á frumsýningarhelgi en fyrsta myndin, Avatar (77 milljónir dala).

Síðar átti Avatar eftir að slá öll met og verða tekjuhæsta kvikmynd bíósögunnar.

Meira en Maverick

Þá er Avatar: The Way of Water með hærri tekjur en fyrri metmynd ársins, Top Gun: Maverick, en hennar tekjur á frumsýningarhelgi voru 127 milljónir dala.

Dýfingar.

Jólasveinn lækkar á lista

Jólamyndin Violent Night, sem hafði setið í tvær vikur á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans, þarf nú að gera sér annað sætið að góðu og teiknimyndin Skrýtinn heimur fer einnig niður um eitt sæti, í það þriðja.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: