Atriði vikunnar – Óðal feðranna

Persónulega finnst mér þessi Óðal feðranna fyllilega eiga það skilið að hafa atriði vikunnar því hún er mun betri en Land og synir, sem kom út á sama tímabili og fjallar í raun um sömu hlutina; fólksfækkunina úti á landi. Nema Óðal feðranna gerir það á mun dramatískari og áhugaverðari hátt.

Þetta atriði vitnuðum við vinirnir nokkrum sinnum í og sögðum „Fáðu þér
meira af kakóinu á meðan ég nudda á þér axlirnar“. Eftir að horfa
nýlega á hana aftur fórum við alveg hjá okkur því við komumst að því að
það var te sem var í myndinni. Og eftir það segjum við núna stundum
„Fáðu þér meira af teinu á meðan ég nudda á þér axlirnar“, en því miður
er það aldrei orðrétt sagt í myndinni.

Á skemmtilegan hátt nær Hrafn Gunnlaugsson, leikstjóri, alltaf að gera „one-shot“ atriði æðislega áhugaverð. Hér hefur nýráðinn kaupsmaður sett lyf í teið hjá Helgu og er í þann mund að gera „ólýsanlega hluti“.

Ég gerði mér allt í einu grein fyrir að ég hef aðalega verið að koma með gamlar Hrafn Gunnlaugsson myndir. Til tilbreytingar kem ég næst með atriði úr nýlegri mynd sem er ekki leykstýrð af Hrafni. Það ku vera Reykjavík Guesthouse sem kom út árið 2002. Merkilegt hvað margar myndir heita Reykjavík þetta og Reykjavík hitt. Og núna er á leiðinni Reykjavík-Rotterdam eftir Óskar Jónsson, hvar endar þetta.

Ég biðst velvirðingar á því að ekki var hægt að komast hjá höktum og skruðningum í myndbandinu. Vonandi verður hægt að færa ykkur sama atriði í betri gæðum síðar.