Aðdáandi stórslysamyndarinnar Cloverfield, sem sló í gegn fyrr á árinu, hefur tekið sig til og kortlagt atburðarásina mögnuðu sem einkenndi myndina. Þó svo að þetta sé ekki beint fréttnæmt þá er áhugavert að sjá nákvæmlega hvar hlutirnir gerðust í myndinni, en Cloverfield gerðist á Manhattan-eyju.
Aðdáandinn notar Google Maps í verkið og skrifar sjálfur skondna lýsingu við hvert atriði, sem ætti að hressa í minninu á fólki ef myndin er gleymd og grafin. Útkoman er tær snilld!

