Asura’s Wrath hittir ekki í mark

Reiðasti karakter 2012 er mögulega fundinn. Asura, titilkarakter leiksins, er einn af 8 guðum í asískri guðafræði. Gaur að nafni Deus, sem er víst ekki einn af þessum 8, tekur sig til og myrðir keisarann þeirra. Hann fellur svo sökinni á Asura,  en Deus tekur sig líka til og drepur konuna hans og rænir dóttir hans. Asura líkar auðvitað ekki vel við þessa áætlun Deus, en búm, Deus drepur hann bara líka. Ég segi nú vanalega ekki frá söguþræði leiksins (gerið ykkar eigin rannsókn um það, þetta er gagnrýni ekki kynning) en hérna er það nauðsynlegt til að geta talað um reiði karaktersins. Asura er reiði asíski frændi Kratosar.

Ef þið eruð ekki búin að fatta það núþegar þá er þetta víst asiskur leikur og án efa einn af skrítnustu leikjum sem ég hef nokkrum tíman spilað. Leikurinn endurspeglar mann í miðslífskrísu sem veit ekkert hvað hann vill gera. Það liggur nefnilega svo skemmtilega til að þetta er ekki bara tölvuleikur, reyndar eyddi ég sem minnstum tíma í að spila leikinn. Ég fékk að horfa á heila animeseríu. Það hefði ekki verið neitt vesen ef ég hefði áhuga á anime eða var með það planað að horfa á þetta sem anime, en ég var að fara spila leik. Síðan neyddi leikurinn mig til þess að vera alltaf viðbúinn með fjarstýringuna því að í þessum alltof löngu sýnum hoppar upp QTE reglulega. QTE fyrir þá sem ekki vita er þegar það kemur takki upp á skjáinn og þú þarft að smella á hann.

Þannig ekki nóg með það að ég var neyddur til þess að horfa á anime, þá mátti ég ekki einu sinni leggja frá mér fjarstýringuna og njóta þess að horfa á það. Ekki það að spilun leiksins hafi verið eitthvað rosaleg. Þú gerir sama hlutinn aftur og aftur. Annaðhvort þarftu að berjast við nokkur skrímsli, eða risastórt skrímsli, eða kannski eitt af þessum 7 guðum sem vilja drepa þig fyrir að hafa drepið keisarann. Eða þú færð að fljúga um og skjóta hluti, þar sem þú miðar með sama takka og þú hreyfir þig. R3 fer í það að hreyfa Asura og miða, en L3 gerir ekkert, sem er frekar spes. Bardaga atriði leiksins hefðu getað orðið skemmtileg ef að bardagakerfið væri ekki einfaldað í drasl. Hringur er að slá og þríhyrningur er að slá fastar. En það má ekki nota þríhyrning oft, Asura þarf að hvíla sig eftir að hafa slegið fast. Þannig að eiginlega á maður bara að smella á hring aftur og aftur.

Öll bardaga atriðin byggjast líka alveg eins upp, nokkrir gaurar ráðast á þig og það er oftast einn stór gaur með þeim sem getur ekki dáið. Því fleiri sem þú slærð og drepur því reiðari verður Asura, og um leið og Asura er orðin nógu reiður þá fyllist mælir sem nefnist Burst Meter. Þegar sá mælir er fullur verður Asura geðsjúkur í skapinu og drepur stærsta gaurinn. Þá kemur vanalega sýn og þú færð ekki að spila í svona 10 min. Öll bardaga atriðin snúast um að fylla Burst meter og gera Asura alveg apeshit.

Svona svo ég fari aðeins út í anime hluta leiksins meira þá er leikurinn kaflaskiptur á tvo vegu. Í heild eru 20 þættir (episodes) og 3 kaflar (acts). Hver einasti þáttur byrjar á því að allt hönnunarlið leiksins er kynnt. S.s. það kemur alltaf credit listi. Svo kemur svona lítil pása í miðjunni á hverjum þætti fyrir auglýsingar sem eru ekki til staðar, sem verður bara óþarfa bið. Síðan í lok hvers þáttar þá kemur svona „næst á dagskrá!“ dæmi sem sýnir mér hvað er að fara gerast í næsta þætti. Ég þarf ekki að bíða í viku eftir næsta þætti, ég þarf að bíða í svona 15 sekúndur á meðan að ég smelli á „next episode.“ Leiðinleg viðbót til að endurskapa þá tilfiningu að þú sért að horfa á sjónvarpsseríu.

Eins og asiskir leikir hafa stundum gaman að því að gera, þá tekur Asuras Wrath tímann á hversu lengi þú ert að spila hvern þátt.  Ég var að meðaltali 3 mín með hvern þátt, en það tók mig samt í kringum 20 min að fara í gegnum þá í heildina. Ástæða? Ég fékk 3 min af spilun og 17 min af japönskum öskrum og drama. Ég hefði verið miklu sáttari ef ég hefði fengið 20 min af öskrum og drama og 0 mínútur af spilun. Þá hefði þetta bara verið anime sería sem hefði verið hægt að horfa á. En í staðin verður hræðilegur blendingur.

Ég verð samt að gefa leiknum hrós fyrir það að reyna nýja hluti. Sagan er dálítið skemmtileg og Asura er mjög, mjög reiður gaur sem gefst ekki upp þrátt fyrir það að sé búið að fjarlægja hendurnar á honum (jebb, það gerist, hann berst við fólk handalaus).  Anime aðdáendur munu fýla hann í botn, en ég persónulega var orðin jafn reiður og Asura í endan yfir því hversu oft ég gerði sama hlutinn og hversu lítið ég fékk í raun og veru að spila. Asuras Wrath var ekki leikur að mínu skapi.

PS. Er ég sá eini sem væri geðveikt til í að sjá Asura og Kratos í öskrukeppni? Þeir geta borið saman hvor þeirra er reiðari.

4 mjög reiðar stjörnur á Asura’s Wrath

 

Asura's Wrath hittir ekki í mark

Reiðasti karakter 2012 er mögulega fundinn. Asura, titilkarakter leiksins, er einn af 8 guðum í asískri guðafræði. Gaur að nafni Deus, sem er víst ekki einn af þessum 8, tekur sig til og myrðir keisarann þeirra. Hann fellur svo sökinni á Asura,  en Deus tekur sig líka til og drepur konuna hans og rænir dóttir hans. Asura líkar auðvitað ekki vel við þessa áætlun Deus, en búm, Deus drepur hann bara líka. Ég segi nú vanalega ekki frá söguþræði leiksins (gerið ykkar eigin rannsókn um það, þetta er gagnrýni ekki kynning) en hérna er það nauðsynlegt til að geta talað um reiði karaktersins. Asura er reiði asíski frændi Kratosar.

Ef þið eruð ekki búin að fatta það núþegar þá er þetta víst asiskur leikur og án efa einn af skrítnustu leikjum sem ég hef nokkrum tíman spilað. Leikurinn endurspeglar mann í miðslífskrísu sem veit ekkert hvað hann vill gera. Það liggur nefnilega svo skemmtilega til að þetta er ekki bara tölvuleikur, reyndar eyddi ég sem minnstum tíma í að spila leikinn. Ég fékk að horfa á heila animeseríu. Það hefði ekki verið neitt vesen ef ég hefði áhuga á anime eða var með það planað að horfa á þetta sem anime, en ég var að fara spila leik. Síðan neyddi leikurinn mig til þess að vera alltaf viðbúinn með fjarstýringuna því að í þessum alltof löngu sýnum hoppar upp QTE reglulega. QTE fyrir þá sem ekki vita er þegar það kemur takki upp á skjáinn og þú þarft að smella á hann.

Þannig ekki nóg með það að ég var neyddur til þess að horfa á anime, þá mátti ég ekki einu sinni leggja frá mér fjarstýringuna og njóta þess að horfa á það. Ekki það að spilun leiksins hafi verið eitthvað rosaleg. Þú gerir sama hlutinn aftur og aftur. Annaðhvort þarftu að berjast við nokkur skrímsli, eða risastórt skrímsli, eða kannski eitt af þessum 7 guðum sem vilja drepa þig fyrir að hafa drepið keisarann. Eða þú færð að fljúga um og skjóta hluti, þar sem þú miðar með sama takka og þú hreyfir þig. R3 fer í það að hreyfa Asura og miða, en L3 gerir ekkert, sem er frekar spes. Bardaga atriði leiksins hefðu getað orðið skemmtileg ef að bardagakerfið væri ekki einfaldað í drasl. Hringur er að slá og þríhyrningur er að slá fastar. En það má ekki nota þríhyrning oft, Asura þarf að hvíla sig eftir að hafa slegið fast. Þannig að eiginlega á maður bara að smella á hring aftur og aftur.

Öll bardaga atriðin byggjast líka alveg eins upp, nokkrir gaurar ráðast á þig og það er oftast einn stór gaur með þeim sem getur ekki dáið. Því fleiri sem þú slærð og drepur því reiðari verður Asura, og um leið og Asura er orðin nógu reiður þá fyllist mælir sem nefnist Burst Meter. Þegar sá mælir er fullur verður Asura geðsjúkur í skapinu og drepur stærsta gaurinn. Þá kemur vanalega sýn og þú færð ekki að spila í svona 10 min. Öll bardaga atriðin snúast um að fylla Burst meter og gera Asura alveg apeshit.

Svona svo ég fari aðeins út í anime hluta leiksins meira þá er leikurinn kaflaskiptur á tvo vegu. Í heild eru 20 þættir (episodes) og 3 kaflar (acts). Hver einasti þáttur byrjar á því að allt hönnunarlið leiksins er kynnt. S.s. það kemur alltaf credit listi. Svo kemur svona lítil pása í miðjunni á hverjum þætti fyrir auglýsingar sem eru ekki til staðar, sem verður bara óþarfa bið. Síðan í lok hvers þáttar þá kemur svona „næst á dagskrá!“ dæmi sem sýnir mér hvað er að fara gerast í næsta þætti. Ég þarf ekki að bíða í viku eftir næsta þætti, ég þarf að bíða í svona 15 sekúndur á meðan að ég smelli á „next episode.“ Leiðinleg viðbót til að endurskapa þá tilfiningu að þú sért að horfa á sjónvarpsseríu.

Eins og asiskir leikir hafa stundum gaman að því að gera, þá tekur Asuras Wrath tímann á hversu lengi þú ert að spila hvern þátt.  Ég var að meðaltali 3 mín með hvern þátt, en það tók mig samt í kringum 20 min að fara í gegnum þá í heildina. Ástæða? Ég fékk 3 min af spilun og 17 min af japönskum öskrum og drama. Ég hefði verið miklu sáttari ef ég hefði fengið 20 min af öskrum og drama og 0 mínútur af spilun. Þá hefði þetta bara verið anime sería sem hefði verið hægt að horfa á. En í staðin verður hræðilegur blendingur.

Ég verð samt að gefa leiknum hrós fyrir það að reyna nýja hluti. Sagan er dálítið skemmtileg og Asura er mjög, mjög reiður gaur sem gefst ekki upp þrátt fyrir það að sé búið að fjarlægja hendurnar á honum (jebb, það gerist, hann berst við fólk handalaus).  Anime aðdáendur munu fýla hann í botn, en ég persónulega var orðin jafn reiður og Asura í endan yfir því hversu oft ég gerði sama hlutinn og hversu lítið ég fékk í raun og veru að spila. Asuras Wrath var ekki leikur að mínu skapi.

PS. Er ég sá eini sem væri geðveikt til í að sjá Asura og Kratos í öskrukeppni? Þeir geta borið saman hvor þeirra er reiðari.

4 mjög reiðar stjörnur á Asura’s Wrath