Ástin kviknar í geimnum – Fyrsta stikla úr Passengers!

Fyrsta stiklan er komin út fyrir nýjustu mynd The Imitation Game leikstjórans Morten Tyldum, Passengers, en við birtum einmitt fyrsta plakatið á dögunum.

Með aðalhlutverk fara Chris Pratt og Jennifer Lawrence, en söguþráðurinn er í stuttu máli þessi: Svefnklefar geimskips á leiðinni á fjarlæga landnámsplánetu með þúsundir manna innanborðs, bila með þeim afleiðingum að einn farþegi vaknar 90 árum of snemma.

Hann sér fram á einmanalegt líf og ákveður því að vekja annan farþega, svo hann eldist ekki og deyji aleinn úti í geimnum. Þau komast svo smátt og smátt að því afhverju bilunin varð í skipinu, og ástin kviknar um leið.

Aðrir helstu leikarar eru Michael Sheen, Laurence Fishburne og Aurora Perrineau.

jennifer chris passengers
Myndin kemur í bíó á Jóladag, 26. desember nk.

Kíktu á stikluna hér fyrir neðan: