Arrested leikstjóri kominn

Það er merkilegt hvað Arrested Development bíómyndin hefur verið lengi á planinu, og þar af leiðandi hafa aðdáendur þurft að þola endalausar fréttir um þessa „mögulegu“ mynd, sem er greinilega nú að verða að veruleika.

Það er klappað og klárt að þessi mynd sé á leiðinni enda staðfesti Ron Howard (einn framleiðandi þáttana) að Michael Hurwitz muni leikstýra henni. Hurwitz er skapari þáttanna og sér hann einnig um handritið á bíómyndinni, sem á víst að vera tilbúið.

Hurwitz og Howard voru í sjónvarpsviðtali um helgina þar sem þeir töluðu lauslega um hugmyndir að myndinni. Hurwitz sagði meðal annars að honum langaði til að breyta aðeins til og hafa upptökustílinn öðruvísi en í þáttunum, en Howard sagði að það kæmi ekki til greina. Myndin á að vera í svipuðum dúr og þættirnir til að áhorfendur verði sáttir.

Sagt er að myndin fari í tökur í vor.

Átt þú þér einhverja uppáhalds frasa úr Arrested Development? Ég á mér nokkra, en þessi stendur upp úr:

„I was a professional twice over – an analyst and a therapist. The world’s first analrapist.“