Aronofsky gerir Clooney að gæludýri

Margir urðu fyrir vonbrigðum þegar Darren Aronofsky hætti við að leikstýra hinni væntanlegu Wolverine, en leikstjórinn er ekki lengi að finna sér nýtt verkefni. NY Mag greindi nýlega frá því að Aronofsky vildi taka að sér myndina Human Nature, en hún fjallar um mann sem vaknar í framtíðinni. Ekki ert allt með felldu því nýjar lífverur hafa tyllt sér efst á fæðukeðjuna og hafa gert mannverurnar að gæludýrum sínum.

George Clooney mun taka að sér aðalhlutverkið, en ef allt gengur eftir áætlun mun Human Nature vera næsta verkefni Aronofsky.