Tveir slösuðust þegar árekstur varð á tökusetti nýjustu myndar Nicolas Cage, en hann leikur aðalhlutverkið í myndinni The Sorcerer’s Apprentice sem verður ein af sumarmyndum næsta árs. Disney framleiðir myndina.
Slysið átti sér stað þegar bílaeltingaleikur var í gangi, en Ferrari-inn sveigði fulllangt til vinstri og keyrði á ljósastaur, blaðastand og endaði loks á Sbarro skyndibitastað. Búist er við því að allir hlutaðilar nái sér að fullu af meiðslum sínum.
Myndband og fréttaskýringu af atvikinu má sjá hér fyrir neðan.

