Kvikmyndin Aquaman, um samnefnda neðansjávar-ofurhetju, var lang vinsælasta kvikmyndin í íslenskum bíóhúsum nú dagana fyrir jól, en tekjur myndarinnar námu tæplega 5,3 milljónum króna fyrir alla helgina síðustu. Sömu sögu er að segja frá Bandaríkjunum en þar synti Aquaman beint í fyrsta sætið einnig, með 67,4 milljónir bandaríkjadala í tekjur. Mary Poppins Returns, sem frumsýnd verður hér á landi á morgun, náði öðru sætinu í Bandaríkjunum um helgina, með um 23,5 milljónir dala í tekjur.
Önnur vinsælasta kvikmyndin á Íslandi um helgina var sú sama og vikuna þar á undan, teiknimyndin Ralph Breaks the Internet. Þriðja sætið er einnig óbreytt, en það er teiknimyndin Grinch, eða Trölli sem stal jólunum. Myndin hefur notið mikilla vinsælda og er nú á sinni áttundu viku á lista.
Sjáðu íslenska aðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: