Breski kvikmyndaleikstjórinn og Óskarsverðlaunahafinn Anthony Minghella er látinn 54 ára að aldri. Hann var stjórnarformaður British Film Institution og var einn frægasti leikstjóri okkar tíma.
Árið 1996 hlaut hann Óskarsverðlaun fyrir leikstjórn sína að myndinni The English Patient sem fékk heila 9 óskara og var með Ralph Fiennes og Juliette Binoche í aðalhlutverkum.
Hann gerði fyrstu myndina sína Truly Madly Deeply árið 1991 og fylgdi henni einmitt eftir með English Patient og The Talented Mr. Ripley árið 1999. Áður var hann handritshöfundur fyrir sjónvarpsþætti. Dánarorsök hefur ekki verið tilkynnd.

