Jæja, þá er annarri lotu lokið í þessari afmælisgetraun okkar á síðunni. Búið er að senda mail á vinningshafa.
Þannig séð er afmælisviku okkar lokið frá og með deginum í dag en þar sem að aðsókn er búin að fara langt fram úr væntingum höfum við ákveðið að halda áfram með fáeinum „bónus“ lotum, ef svo má kalla það. En meira um það á morgun. Allavega mun ég áfram vera að gefa bíómiða ásamt miðum á forsýningu á unglingamyndina Nick and Norah’s Infinite Playlist. Sú sýning verður haldin í Smárabíó á miðvikudaginn kemur.
Einnig verðum við með alls konar gotterí tengdu Body of Lies, nýjustu Ridley Scott myndinni. Endilega fylgist með!
En hér eru svörin við annarri lotu. Ýmsir hrepptu fyrir þessa lotu bíómiða fyrir 2 í SAMbíóin og þrír heppnir fengu gjafakort í verslunina 2001, að verðmæti 5000 kr.
1. Hvaða ár var Kvikmyndir.is stofnað?
– Pínu „trick question“ hjá mér. Vefurinn var stofnaður árið 1997 en var ekki opinberlega opnaður fyrr en í maí 98. Algjör snilld að margir skyldu ná þessu rétt en ég gaf rétt fyrir 97 eða 98. Vel gert!
2. Hvaða nýlega sumarmynd sló aðsóknarmet hérlendis og sópaði að sér yfir 100,000 áhorfendur?
– Hér giskuðu MARGIR á The Dark Knight, en eins mikið og ég hefði fremur viljað þá mynd, þá var það Abba-þrillerinn Mamma Mia sem á þennan heiður.
3. Hvað heitir leikstjóri nýju Bond-myndarinnar, Quantum of Solace?
– Skítlétt. Marc Forster. Skondið samt að nokkrir hafi giskað á Daniel Craig (þótt hann hafi átt hugmyndina að titlinum í raun)
En fylgist með áfram. Þetta er ekki nærri því búið enn.
Takk fyrir þátttökuna.

