Disney greindu frá því í gær að allar tölvuteiknaðar myndir frá Disney og Pixar verði í 3-D. Þeir fylgja í kjölfar Dreamworks sem gáfu út samskonar tilkynningu fyrir nokkru síðan.
Fyrsta myndin í þrívídd frá Disney verður Bolt en hún kemur út í nóvember. Up heitir fyrsta 3-D myndin frá Pixar, en hún kemur út í maí 2009. Toy Story 3 verður í þrívídd árið 2010 og Rapunzel kemur einnig út í þrívídd í desember árið 2010.
Það er ljóst að 3-D tæknin er komin til að vera, en hún reið á vaðið hér á Íslandi með frumsýningu Meet the Robinsons í fyrra, en fyrsta hasarmyndin í 3-D á Íslandi var Beowulf, sem Kvikmyndir.is forsýndi í samvinnu við SamBíóin í fyrra.

