Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Beowulf 2007

Frumsýnd: 23. nóvember 2007

114 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 71% Critics
The Movies database einkunn 59
/100

Í Danmörku til forna kemur stríðsmaðurinn Beowulf til bjargar víkingaþorpi sem sætir árásum skrímslisins Grendel.

Aðalleikarar

Tilbreyting en ekkert framúrskarandi...
Þrivídd er líklega fyrsta alvöru tilbreyting í bíóhús síðan litfilmunni var fyrst varpað á hvíta tjaldið fyrir löngu síðan, en þessi tækni er alls ekki ný. Beowulf er ekki að skapa nýja tækni heldur er hún að fullkomna hana og koma henni á hærra stig í kvikmyndaframleiðslu, þar sem ég er nokkuð viss um að fleiri svona kvikmyndir eiga eftir að koma út í náinni framtíð. Ég var ekki alveg viss með Beowulf þar sem ég hafði séð hina íslensk-framleiddu Beowulf & Grendel fyrir meira en ári síðan, báðar myndir hafa svipaða meðferð á Bjólfskviðu en Beowulf gerir hinsvegar mjög stórar breytingar á sögunni sérstaklega í seinni hluta myndarinnar. Það sem leikstjórinn Robert Zemeckis nær að gera er að viðhalda jafnvægi milli sögunnar og flottu brellanna, það munaði þó litlu að myndin hefði steypt sér í algert kjaftæði en það gerðist sem betur fer aldrei. Beowulf er mjög rómantískt ævintýri, það eru hetjur, drottningar, skrímsl, drekar og fullt af ofbeldi og húmor og það er þetta sem gerir Beowulf að skemmtilegri mynd. Þrívíddin er ekki eitthvað töfratæki sem lætur mann fíla myndina meira en ef hún væri ekki í þrívídd, þetta er önnur aðferð til þess að upplifa myndina sjálfa en hún gerir voða lítið til þess að bæta myndina nema að gera hana virkilega flotta. Persónurnar voru frekar einhliða, sem er mjög skondið miðað við að myndin er öll í þrívídd, þó að margar persónurnar voru skemmtilegar þá var mér nánast alveg sama um þær allar. Það er margt mjög fínt sem Beowulf skilur eftir sig en burtséð frá þrívíddinni þá er ekkert framúrskarandi við myndina sjálfa, bara skemmtileg mynd og á meðan þú hefur ekki einhverjar risavæntingar þá ætti hún ekki að valda neinum vonbrigðum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Veisla fyrir augað!.. en hvað meira??
Það er virkilega áberandi hvað Robert Zemeckis er orðinn ástfanginn af nýjustu tækninni. Eins mikið og ég kann að meta manninn, þá finnst mér eins og hann sé aðeins of mikið að missa sig einungis í sjónræna stílnum. Þetta á þó ekki bara við um Beowulf, heldur líka síðustu mynd hans, The Polar Express, sem að leit vel út, en heillaði mig ekki eins mikið og ég vonaðist eftir.

Að horfa á Beowulf er mikil upplifun, og að fá að njóta hennar í almennilegri þrívídd er stór plús, og svo sannarlega betri leiðin til þess að horfa á hana. Myndin er vel unnin að nærri öllu leyti. Útlitið er vægast sagt stórkostlegt og allt sem að tengist því skilar sér með mikilli prýði. Leikararnir standa sig líka vel, hvernig sem hægt er að hrósa þeim. Á persónulegri nótunum finnst mér samt sem áður eitthvað hálf óhugnanlegt við það að sjá svona "photo-realistic" teiknaðar útgáfur af alvöru fólkinu. Ekki spyrja mig af hverju, það er bara eitthvað svo súrt við þá sjón. Það kemur samt hvergi í veg fyrir sjónræna gildi ræmunnar.

Sagan, ef á að segjast eins og er, var samt ekkert sérlega grípandi. Kannski var umgjörðin of mikið að trufla mann, en sem áhorfandi fannst mér aldrei eins og ég væri eitthvað svakalega spenntur fyrir framhaldinu né hafði ég áhuga á þróun persónanna. Persónurnar voru heldur ekki mjög eftirminnilegar (nema Grendel, sem var alveg mátulega ógeðslegur!). Það þætti viðeigandi að segja að persónusköpunina skortir þrívídd, en það væri líka verulega kaldhæðnislegt. Í raun og veru var mér nett sama um titilkarakterinn sem og saklausu konuna sem að átti að hafa heillað hann. Myndin er einkum voða rykkjótt í frásögn og hefði mátt flæða betur á sumum stöðum. Mér fannst eins og að myndin hafi tekið alltof langan tíma til að komast á gott flug, og var það ekki fyrr í lokin þar sem að eitthvað almennilegt og spennandi fór að gerast.

Ég viðurkenni að ég hafi ekki búist við mjög miklu af þessari mynd, hvað efnisinnihald varðar a.m.k. Þegar á heildina er litið fékk ég alveg afbragðs sýningu, en þar sem að ég geri sömu kröfur til þessarar myndar og annarra þá verð ég því miður að játa að myndin hafi ekki tekist að skilja eftir sig einhver merkileg spor. Beowulf rétt skríður yfir meðallag hjá mér og kýs ég að segja það gott.

6/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

01.01.2012

Uppáhaldsmyndir Þorsteins árið 2011

Í tilefni áramótanna ætla ég að birta smá lista yfir þær kvikmyndir sem ég sá árið 2011, og hélt sérstaklega upp á. Nokkur atriði sem þarf að hafa í huga. 1) Listinn er ekki yfir bestu myndir ársins, heldur þ...

10.09.2011

Denzel og Zemeckis snúa bökum saman

Hinn virti leikstjóri Robert Zemeckis, maðurinn á bakvið Back to the Future, Forrest Gump og Cast Away (svo eitthvað sé nefnt), ætlar loksins að slíta sig frá "Motion capture" æðinu sínu og snúa sér að einhverju öðru en tölvugerðum teiknimyn...

29.08.2011

Suzuki mynd Sturlu á RIFF - koma báðir til Íslands

Heimildarmyndin Force Of Nature: The David Suzuki Movie verður sýnd á RIFF 2011. Myndin er samantekt á ævi og hugmyndum kanadíska vísindamannsins og umhverfissinnans David Suzuki og er henni leikstýrt af Vestur-Íslendingnum Sturlu Gunnar...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn