Allar Narníu bækurnar á hvíta tjaldið

Andrew Adams, leikstjóri The Chronicles of Narnia: The Lion, the Witch and the Wardrobe og The Chronicles of Narnia: Prince Caspian, hefur sýnt brynjuna sem Caspian mun klæðast í annarri Narníu myndinni. Myndin kemur út í maí á næsta ári.

Framleiðandinn Douglas Gresham sagði að Disney ætli að gefa út nýja Narníu mynd á hverju ári þar til búið er að taka allar sjö bækurnar fyrir, eða svo lengi sem áhorfendur taka myndunum jafn vel og þeirri fyrstu.