Alan Rickman er Eftirlýstur

Hinn skemmtilegi leikari Alan Rickman sem næst sést í kvikmyndinni um Harry Potter and the Philosopher’s Stone, mun að öllum líkindum leika eitt af aðalhlutverkunum í kvikmyndinni Wanted. Er myndin þriller um Baader-Meinhof gengið fræga, og mun Rachel Weisz ( The Mummy ) leika Ulrike Meinhof en Famke Jenssen ( X-Men ) mun leika Gudrunn Ennslin. Rickman, aftur á móti, leikur útsendara þýskra stjórnvalda sem að lokum eltir uppi hryðjuverkagengið fræga. Leikstjórn verður í höndum Peter Webber (Men Only).