Akira kvikmyndin líklegast afhjúpuð

Vefsíðan Casting Auditions greindi í morgun frá hugsanlega söguþræði leiknu Hollywood útgáfunnar af Akira. Miðað við orðróma og hugsanlega raunveruleg handrit sem ýmsar vefsiður hafa fengið í hendurnar virðist þessi söguþráður stemma.

ATH! Spillar eru til staðar
„Kaneda er bareigandi í Neo-Manhattan sem bregður í brún þegar bróðir hans, Tetsuo, er rænt af hershöfðingja. Kaneda deyr þó ekki ráðalaus og gengur í lið með uppreisnarseggnum Ky Reed og baráttu uppreisnarliða sem vilja afhjúpa hvað gerðist í raun og veru í New York fyrir 30 árum þegar borginni var tortrímt. Kaneda trúir ekki skrítnu kenningum andspyrnunnar í fyrstu en snýst fljótt hugur eftir að hafa séð Tetsuo öðlast krafta í formi hugarafls.

Ky Reed telur Tetsuo vera á leið til unga drengsins, Akira, til að frelsa hann úr prísund sinni, enda er Akira að stjórna huga Tetsuo. Kaneda reynir að koma í veg fyrir atburðinn og rekst á hershöfðingjan en í ljós kemur að hann er of seinn; Akira hefur losað úr prísund sinni og nú er það undir Kaneda komið að bjarga bróðir sínum áður en Akira tortímir svæðinu eins og honum tókst fyrir 30 árum.“

Hvaða kjaftæði er þetta? Nei virkilega, framnleiðslufyrirtækið virðist í alvörunni að fallast á þennan söguþráð og handrit sem var gjörsamlega rifið í tætlur á grínvefsíðunni Cracked fyrr á árinu. Breytingarnar sem hafa átt sér stað í endurgerðinni er m.a. að Tetsuo og Kaneda eru hér bræður, sagan gerist á Manhattan-eyjunni, Akira er í raun að stjórna Tetsuo, og Kaneda er bareigandi? Þetta ergir mig í raun sem aðdáandi upprunalegu myndarinnar og vekja þessar breytingar upp sérkennilegar spurningar um hvort höfundar endurgerðarinnar hafi skilið efnið í raun og veru.

Einnig var birtur listinn yfir leikaranna sem hafa verið fengið hlutverk í myndinni og þessi listi vekur enn frekar spurningar um hvort hér sé aðgát höfð:
Kristen Stewart sem Ky Reed
Garrett Hedlund sem Kaneda
Helena Bonham-Carter sem Frú Miyako
Ken Watanabe sem Hershöfðinginn

Maður er farinn að hallast að því að myndin verði ekki mjög fjarlæg þessari skopstælingu í anda.

Hvernig leggst þessi hugsanlegi söguþráður í lesendur? Ekki held ég að ég sé einn á báti hvað þessa mynd varðar.