Þeir Moriarty og Mr. Beaks af AICN (aintitcoolnews.com) hafa séð hluta af Watchmen myndinni, eins og Kevin Smith (sem sá alla myndina) þá sýna þeir meira en bara ánægju, þeir eru bókstaflega að springa úr gleði. Báðir tveir virðast sannfærðir um að Watchmen verði ekki aðeins frábær kvikmynd, heldur meistaraverk í myndasögukvikmyndum. Moriarty fékk einnig þær upplýsingar gegnum samræður við leikstjórann Zack Snyder að myndin sé 163 mínútur án lokatextanna og að leikstjórinn sé sáttur með þá lengd.
Mitt álit:
Góðar fréttir, vonum bara að útgáfudagsetningin færist ekki frá 6. mars næstkomandi. Þó svo að þetta lofi góðu þá má ekki missa sig alveg í hypið, en Watchmen virðist eiga meira en góða möguleika í að vera eitthvað sérstakt.

