Carrie Fisher á erfitt með að kjafta ekki af sér varðandi söguþráð Star Wars 7 sem kemur í bíó í desember 2015.
Fisher mun endurtaka hlutverk sitt sem Leia prinsessa í myndinni. Á móti henni leika Mark Hamill og Harrison Ford eins og í fyrstu Star Wars-myndunum.
Hún líkir leyndinni í kringum Star Wars 7 við D-daginn í síðari heimsstyrjöldinni. „Ég verð að ritskoða sjálfa mig, sem er ekki minn helsti kostur,“ sagði Fisher við The Telegraph.
„Þetta er eins og með D-daginn. Ef nasistarnir komast að því að við erum á leiðinni…! En ég skil þetta vel. Áhuginn á myndinni er klikkaður. Fólk ólst upp með þessum persónum. Þær eru hluti af barnæsku þess.“