Í miðri sýningu á leikritinu Grace, sem nú er sýnt á Broadway í New York, þar sem Hollywoodstjarnan og gamanleikarinn Paul Rudd leikur eitt aðalhlutverkanna, ældi einn áhorfandi ofaní hljómsveitargryfjuna.
Atvikið gerðist á miðvikudagskvöld. Áhorfandinn sat á svölum fyrir ofan gryfjuna og kastaði svo upp með fyrrgreindum afleiðingum. „Fólk var að reyna að hjálpa honum til að komast aftur í sætið sitt, en þá ældi hann yfir allt fólkið fyrir neðan hann sem var í hljómsveitinni og svo datt hann í gólfið á svölunum. Um tuttugu manns hópuðust í kringum hann og allir aðrir í leikhúsinu horfðu á það sem var að gerast … Fýlan af ælunni var mjög yfirþyrmandi, og mörgum leið illa útaf þessu, og auðvitað fóru allir sem fengu æluna á sig,“ segir einn sjónvarvottur sem sagði The Huffington Post af atvikinu.
Hér að neðan er stutt atriði með Paul Rudd í leikritinu Grace: