Áhorf vikunnar (30. apríl – 6. maí)

Leggjum nú veðféð á borðið, mun The Avengers verða tekjuhæsta kvikmynd allra tíma? Heilar 200 bandaríkjamillur á einni helgi vestanhafs og á tveim vikum hefur hún halað inn rúmar 600 milljónir bandaríkjadollara á heimsvísu.

En komum okkur að áhorfinu, sáu einhverjir nýjustu hasarmynd Mel Gibsons sem veit ekki hvað hún vill heita (How I Spent My Summer Vacation/Get The Gringo), eða fóru kanski einhverjir á indónesísku hasarhátíðina The Raid sem við forsýndum í síðasta apríl? Voruð þið kannski dregin á The Avengers aftur?

Kvikmynd. Einkunn. Ummæli. Go!

Og til að gera þetta örlítið kjötaðara, hvað finnst ykkur þrjár mest spennandi kvikmyndir sumarsins? (ágúst telst með)