Stikla úr nýjustu mynd leikstjórans M. Night Shyamalan, After Earth er komin á netið. Þar sjást feðgarnir Will Smith og Jaden Smith í kröppum dansi.
Myndin gerist eitt þúsund árum eftir að mannkynið hefur yfirgefið jörðina eftir að mengun og sitthvað fleira hefur gert hana óbyggilega.
Nova Prime heita ný heimkynni fyrrum jarðarbúa. Þar snýr hershöfðinginn Cypher Raige (Will Smith) heim fjölskyldunnar sinnar eftir langa vinnuferð. Þar hittir hann fyrir son sinn Kitai (Jaden Smith). Þegar loftsteinaregn skemmir geimskip þeirra brotlenda þeir á jörðinni þar sem ýmsar hættur leynast.
After Earth kemur í bíó vestanhafs 7. júní á næsta ári.
M. Night Shymalan hefur gert hverja misheppnaða myndina á fætur annarri upp á síðkastið, nú síðast The Last Airbender, en er hugsanlega kominn á rétt ról með After Earth. Hann er þekktastur yfir draugamyndina The Sixth Sense sem kom út 1999.
Hér er stiklan úr myndinni.