Áður en Mark Hamill gat byrjað að leika Loga geimgengil á nýjan leik í Star Wars: The Force Awakens eftir þrjátíu ára hlé, þurfti hann að æfa í tvö ár.
Samkvæmt tímaritinu Rolling Stone, gekk Hamill í gegnum stíft æfingaprógram til að koma sér í form fyrir hlutverkið. Æfingarnar tóku verulega á enda erfitt fyrir 64 ára mann, sem var ekki í sínu besta formi, að koma sér í stand.
Talið er að hann hafi misst um 20 kíló áður en hann hóf leik sinn í myndinni. Carrie Fisher, sem leikur Leiu prinsessu, þurfti einnig að létta sig fyrir hlutverkið.