Logi með í Star Wars 9

Logi Geimgengill, eða Luke Skywalker, mun snúa aftur í Star Wars: Episode IX.  Margir Star Wars aðdáendur höfðu haft áhyggjur af því að sömu örlög biðu Loga og Hans Óla, eða Han Solo,  í síðustu Star Wars mynd, Star Wars: The Force Awakens, en miðað við nýtt tíst frá Mark Hamill, sem leikur Loga, þá er persónan ekki á förum úr myndaflokknum.

hamill snyrtur

Leikstjóri Star Wars: Episode IX verður Jurassic World leikstjórinn Colin Trevorrow.

Hamill lætur stutt myndband fylgja með tísti sínu, þar sem verið er að snyrta kjálkana á honum, en það er svo textinn undir myndbandinu sem tekur af öll tvímæli um framhaldið: „Ég hef ekki séð kjálkann á mér síðan 15. maí, þannig að #FarewellFacialFur & #ByeByeBeard (at least til #EpisodeIX) @popculturequest“ segir Hamill.

Mark Hamill sást ekki mikið í síðustu mynd, eða í um það bil eina mínútu undir lok myndarinnar, þegar Rey kemur í heimsókn á plánetuna Ahch-To.

Sagt er að Star Wars: Episode VIII byrji nokkrum andartökum eftir lokaatriði síðustu myndar, þar sem Logi er að þjálfa Rey til að verða Jedi riddari.

Star Wars: Episode VIII kemur í bíó í desember á næsta ári.

Kíktu á tístið frá Hamill hér fyrir neðan: