Afmælisvika Kvikmyndir.is: Lota 2

Þá er komið að annarri lotu í þessari afmælisviku Kvikmyndir.is. Lotan fer fram á svipaðan hátt og sú fyrsta; Það verða þrjár laufléttar spurningar, og svörin má finna á síðunni.

Dregið verður síðan úr réttum svörum, og vinningarnir í boði að þessu sinni eru eftirfarandi:

– Gjafakort í DVD verslunina 2001 á Hverfisgötu fyrir 5000 kr. (nokkur í boði)

– Bíómiðar fyrir 2 í SAMbíóin á mynd að eigin vali.

Spurningarnar eru svohljóðandi:

1. Hvaða ár var Kvikmyndir.is fyrst stofnað?

2. Hvaða nýlega sumarmynd sló aðsóknarmet hérlendis í almennum sýningum og sópaði að sér yfir 100,000  áhorfendur?

3. Hvað heitir leikstjóri nýju Bond myndarinnar, Quantum of Solace?

Svör sendast á tommi@kvikmyndir.is – Ég mun hafa samband við vinningshafa á mánudaginn kemur – Gangi ykkur vel.