Í tilefni ársafmæli endurbættu síðunnar mun ég henda í gang nokkrum spurningarleikjum þar sem að vinningarnir verða sífellt skemmtilegri með hverri lotu.
Kvikmyndir.is hefur verið uppi í núna rúm 11 ár. Síðan var stofnuð af Helga Páli Helgasyni og Gunnari Ingva Þórðarsyni árið 1997.
Endilega tékkið hér á stuttri umfjöllun um vefinn – http://is.wikipedia.org/wiki/Kvikmyndir.is
Í byrjun ætla ég að gefa bíómiða fyrir 2 í Sambíóin (mynd að eigin vali, gildir ekki í VIP).
Spurningarnar eru svohljóðandi:
1. Hver leikur George W. Bush í væntanlegri mynd Olivers Stone?
2. Hvaða þrjár íslenskar myndir eru tilnefndar til Eddunar 2008?
3. Hvað heitir nýjasta mynd Kevins Smith sem ratar hingað í bíó á næstu vikum og hvað hefur undanfarið þótt mjög umdeilt við markaðssetningu þá myndar?
Svör sendast á tommi@kvikmyndir.is og mun ég hafa beint samband við vinningshafa á morgun (miðvikudaginn 12. nóvember).
Fylgist síðan með næstu lotu á fimmtudaginn næsta þar sem í boði verða gjafakort í DVD verslunina 2001.

