Tom Holland og Mark Wahlberg hittu beint í mark hjá íslenskum bíógestum um síðustu helgi í ævintýramyndinni Uncharted en rúmlega fimm þúsund manns borguðu sig inn til að berja þá félaga augum.
Myndin í öðru sæti kom nokkuð langt á eftir með rúmlega ellefu hundruð gesti, Jackass Forever, þar sem asnakjálkar framkvæma margvísleg sprenghlægileg áhættuatriði.
Ráðgátan Dauðinn á Níl, með Kenneth Branagh í hlutverki spæjarans belgíska Hercule Poirot, landaði svo þriðja sæti íslenska aðsóknarlistans.
Fyrrum toppmynd listans, Spider-Man: No Way Home er farin að daðra við 100 milljóna króna tekjur samtals, en alls er greiddur aðgangseyrir á myndina nú 96 milljónir króna.
Sjáðu aðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: