Á flótta undan Bond

Mila Jovovich er á flótta undan James Bond leikaranum fyrrverandi, Pierce Brosnan, í fyrstu stiklunni úr spennutryllinum Survivor.

milla jovovich

Myndin er eftir leikstjóra V for Vendetta, James McTeigue, en í henni leikur Jovovich erlendan leyniþjónustumann sem sök er komið á fyrir hryðjuverkaárás. Hún þarf því að leggja á flótta, ekki aðeins frá yfirvöldum, heldur einnig frá leigumorðingjum Brosnan, sem vilja koma í veg fyrir að hún upplýsi um það hver stóð raunverulega á bakvið sprengjutilræðin.

Aðrir leikarar eru m.a. þau Dylan McDermott, Angela Bassett og Robert Forster

Kíktu á stikluna hér fyrir neðan:

Myndin verður frumsýnd 29. maí nk. í Bandaríkjunum.