Sony hefur í hyggju að greiða Daniel Craig 26 milljónir dollara (sem gera um 1,5 milljarð íslenskra króna) fyrir að leika í næstu tveim Bond myndunum, eða nánar tiltekið 10 milljónir dollara fyrir fyrri myndina og 16 fyrir þá seinni. Við þetta verður hann hæstlaunaði leikari Bretlandseyja.
Craig hefur svo sem alveg nóg að gera, hann er sem stendur við tökur á Flashbacks of a Fool og næst tekur við hjá honum stríðsmyndin Defiance og hlutverk myrkrahöfðingjans í myndinni I, Lucifer. Á þessu ári munu svo myndirnar The Invasion og The Golden Compass koma út, en hann leikur stórt hlutverk í þeim báðum.

