Tom Hanks, lögga í New York?

Universal kvikmyndaverið hefur keypt réttinn til að kvikmynda bókina A Cold Case og ætla sér að þróa myndina með það í huga að Tom Hanks ( Cast Away ) komi til með að leika aðalhlutverkið. Hanks, sem er nú upptekinn við að kvikmynda The Road To Perdition undir leikstjórn Sam Mendes ( American Beauty ), hefur ekki látið í ljós hvort hann hafi áhuga á verkefninu en hann hefur verið nefndur við ýmis verkefni undanfarið en þeirra á meðal er The Polar Express sem verður næsta mynd Rob Reiner ( Evolution ). A Cold Case fjallar um aðalrannsóknarmann fyrir saksóknaraembættið á Manhattan sem er skyndilega minntur á tvöfalt morð á vini sínum og öðrum manni nærri tveimur áratugum fyrr. Sú staðreynd að morðinginn fannst aldrei fer í taugarnar á honum og ákveður hann að reyna að hafa uppi á morðingjanum ef hann er enn á lífi og koma honum undir hendur réttlætisins.