Hinir stórkostlegu Coen bræður ( The Big Lebowski , Fargo ) eru nú að fara að gera nýja mynd með Brad Pitt ( Interview with the Vampire . Nefnist hún To The White Sea, og er óvenjuleg í alla staði. Pitt kemur til með að leika flugmann í seinni heimsstyrjöldinni sem er skotinn niður yfir óvinasvæði. Þar hefst ótrúlegt uppgjör á túndru Hokkaido eyjunnar fyrir utan Japan. Það sem gerir myndina sérstaka er að það er svotil ekkert talað í henni og hún gerist að langmestu á algerlega óbyggðu svæði. Coen bræðurnir endurskrifuðu handritið, en það er upphaflega eftir David Webb Peoples ( Unforgiven ) og Fox mun dreifa myndinni. Pitt mun taka sér frí frá The Last Man verkefninu sem hann er að vinna með Darren Aronofsky ( Requiem for a Dream ) til þess að vinna að þessari mynd en þegar því er lokið helda hann og Aronofsky áfram vinnu að því sem gæti orðið vísindaskáldskapur aldarinnar.

