Ljóskan Reese Witherspoon ( Election ) sem var að enda við að leika í kvikmyndinni Legally Blond, var að gera samning um að leika í mynd, gerðri eftir gömlum sjónvarpsþáttum sem nefndust Honey West. Gengu þeir árið 1965 í sjónvarpinu vestra, og fjölluðu um kvenkyns einkaspæjara að nafni Honey West, og voru gerðir eftir samnefndum reyfurunum eftir Skip Fickling. Þessi nýja mynd mun gerast í nútímanum og mun Witherspoon ásamt eiginmanninum Ryan Philippe ( The Way of the Gun ) framleiða myndina í gegnum framleiðslufyrirtæki þeirra Lucid Entertainment.

