Óumdeilanlegir hnefaleikakappar

Hinir snjöllu blökkumenn Ving Rhames ( Pulp Fiction ) og Wesley Snipes léku aðalhlutverkin í nýrri mynd sem lauk tökum nú á dögunum. Myndin, sem heitir Undisputed, var keypt af Miramax sem mun þá dreifa henni og leikstýrt af Walter Hill ( 48 Hours ). Meðal annarra leikara má nefna gamla brýnið Peter Falk og Wes Studi. Myndin, sem fjallar um fyrrverandi heimsmeistara í boxi (Rhames) sem er sendur í fangelsi fyrir ofbeldisglæpi. Þar lendir hann upp á kant við aðalmanninn í fangelsinu (Snipes) sem rekur ólöglegan boxhring innan múra. Þar munu mætast stálin stinn og ómögulegt að segja til um útkomuna.