Í langan tíma var ákveðið að koma framhaldi af Dude, Where´s My Car? yfir á tjaldið, en hingað til hefur ekkert gengið. Framleiðendur fengu loks leið á hugmyndinni, en stendur þó til boða framhaldsmynd af ‘hinni’ steiktu hasshausagrínmyndinni sem Danny Lennier leikstýrði, Harold and Kumar Go To White Castle.
Ástæðan af hverju báðar þessar myndir voru framleiddar upphaflega var sú að þær voru talsvert ódýrar (a.m.k. á mælikvarða Hollywood). Dude kostaði eitthvað um $15 milljónir og Kumar um $9 milljónir. En á þeim tíma sem Dude kom fyrst út voru hvorki Seann William Scott né Ashton Kutcher sérlega vel þekkt nöfn, en í dag þéna þeir mun meira og útilokar kostnaðurinn að fá þá enn meira að framhald “Dúddanna“ líti dagsins ljós.
Lennier segir aftur á móti að Harold and Kumar hafi sópað að sér breiðari aðdáendahóp, þar að auki betri dóma gagnrýnenda. Hann vill ólmur hefja tökur á HAROLD AND KUMAR GO TO AMSTERDAM, en hvort sú mynd fari í framleiðslu fer allt eftir hversu vel DVD-disknum gengur í sölunni, en hann kemur einmitt út innan mánaðar.

