Burton, Depp og súkkulaðiverksmiðjan

Sumir voru ánægðir með Big Fish, aðrir voru svekktir með að sjá hversu ólík hún var frá hinum ‘týpíska’ Tim Burton stíl.
Nú um sumarið 2005 fáum við að bera augum á nýjustu tilraun Burtons, sem hljómar vægast sagt forvitnilega, en það er einmitt sagan sem byggð er á víðfrægu skáldsögu Roalds Dahl, Charlie and the Chocolate Factory.
Þetta er ekki í fyrsta sinn þar sem sagan er kvikmynduð (það kannast örugglega margir við 1971 útgáfuna með Gene Wilder) en í þetta sinn sameinast Burton við snillinganna Johnny Depp og Danny Elfman enn á ný og getur afraksturinn ekki mögulega skilað öðru en góðu (vona ég).
Hér er komið fyrsta plakatið úr myndinni og geta skörpustu Burton-aðdáendur séð að það er mikið í þeim sérkennilega og ævintýralega stíl sem hann er þekktur fyrir (m.a. mikil notkun á spírölum, sem eru minnismerki hans).